Sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri Lands­bankans er gert ráð fyrir að aðal­með­ferð í máli Neyt­enda­samtakanna gegn bankanum, um hvort skil­málar lána með breyti­legum vöxtum hafi verið ó­skýrir, hefjist 5. nóvember.

Í bráða­birgða­mati Lands­bankans á mögu­legum á­hrifum nei­kvæðrar, endan­legrar dóms­niður­stöðu á lána­safn bankans með þessu vaxta­á­kvæði er gert ráð fyrir að fjár­hags­legt tap bankans gæti numið um 21,2 milljörðum króna.

Landsbankinn tekur þó fram að í þessu mati þurfi að taka til­lit til mis­munandi sviðs­mynda en um er að ræða bráða­birgða­mat miðað við nú­verandi vaxta­um­hverfi.

Bráða­birgða­matið nær til að mynda ekki til mats á á­hrifum á fast­vaxta­á­hættu bankans ef endan­leg dóms­niður­staða verður sú að miða skuli við upp­haf­lega samnings­vexti út láns­tíma við­komandi lána.

Slík niður­staða myndi auka fast­vaxta­á­hættu bankans veru­lega og gæti haft veru­leg nei­kvæð fjár­hags­leg á­hrif á bankann við hækkandi vaxta­stig á mörkuðum. Bankinn hefur ekki fært var­úðar­færslu vegna málsins, samkvæmt árs­hluta­upp­gjöri Lands­bankans.

Íslandsbanki gerir ráð fyrir í árshlutauppgjöri sínu að mögulegt fjárhagslegt tap af endanlegri niðurstöðu gæti endað í 15 milljörðum króna. Sambærilegir fyrirvarar eru á bráðabirgðamati Íslandsbanka.

Sameiginlegt tap bankanna tveggja vegna mála Neytendasamtakanna gæti því munið 36,2 milljörðum króna.

Neytendastofa rekur nú svipað mál um breytilega vexti fyrir Landsrétti og er málflutningur í haust.

Mál Neytendastofu snýr að Íslandsbanka og byggir á því meðal annars að upplýsingagjöf til neytenda væri ekki nægilega góð.

Í maí á þessu ári birti EFTA-dóm­stóllinn ráð­gefandi álit í máli Neytendastofu gegn Ís­lands­banka en þar sagði dóm­stóllinn að ís­lenskir lán­veit­endur þyrftu að skýra skil­mála lána með breyti­legum vöxtum betur.

Héraðs­dómur Reykja­víkur, Héraðs­dómur Reykja­ness og Lands­réttur vísuðu spurningum til EFTA-dóm­stólsins vegna mála snýr að bæði Íslandsbanka og Landsbankanum.

Ís­lands­banki var sýknaður af kröfum Neyt­enda­stofu í héraði en ráð­gefandi álit EFTA-dóm­stólsins var hluti af málinu fyrir Lands­rétti en það er einungis ráð­gefandi fyrir ís­lenska dóm­stóla. Endan­legt mat á lánunum er í höndum ís­lenskra dóm­stóla.

Sjö spurningar voru lagðar fyrir EFTA-dóm­stólinn í máli Neyt­enda­stofu gegn Ís­lands­banka sem snúa allar að túlkun 5. gr. til­skipunar 2008/48/EB um neyt­enda­vernd.

Um er að ræða á­lita­efni eins og hvort túlka eigi til­skipunina með þeim hætti að lán­veitandi verði að út­lista með tæmandi hætti, bæði á hinu staðlaða SECCI-eyðu­blaði og í láns­samningnum, skil­yrðin sem liggja því til grund­vallar að hann á­kveði að breyta út­láns­vöxtum láns með breyti­legum vöxtum, svo dæmi séu tekin.

EFTA-dóm­stóllinn komst að þeirri niður­stöðu m. a. að túlka eigi til­skipunina með þeim hætti að lán­veitanda beri að út­lista með tæmandi talningu, bæði á stöðluðu eyðu­blaði með stöðluðum upp­lýsingum um evrópsk neyt­enda­lán (SECCI) og í láns­samningnum, þau skil­yrði sem á­kvörðun hans um að breyta vöxtum láns með breyti­legum vöxtum byggist á.

Í ráð­gefandi á­litinu er þó einnig komist að þeirri niður­stöðu að það sé lands­dóms­tóla, þ.e. ís­lenskra dóm­stóla, að skera úr um hvort skil­málar samnings um fast­eigna­lán með breyti­legum vöxtum upp­fylli kröfur til­skipunarinnar um góða trú, jafn­vægi og gagn­sæi.

Þá er það einnig dóm­stóla hér­lendis að meta hvort skil­málar teljist ó­rétt­mætir sam­kvæmt til­skipuninni og hvaða af­leiðingar það hafi ef skil­málar eru taldir ó­rétt­mætir