Acro verðbréf og Blikk gerðu nýverið með sér samstarfssamning í því skyni að gera notendum Acro appsins kleift að nota Blikk til að framkvæma millifærslur innan Acro appsins. Uppfærð útgáfa af Acro appinu er nú komin út sem inniheldur Blikk.

Acro verðbréf og Blikk gerðu nýverið með sér samstarfssamning í því skyni að gera notendum Acro appsins kleift að nota Blikk til að framkvæma millifærslur innan Acro appsins. Uppfærð útgáfa af Acro appinu er nú komin út sem inniheldur Blikk.

„Acro verðbréf voru fyrst fjármálafyrirtækja á Íslandi til að bjóða viðskiptavinum sínum að eiga verðbréfaviðskipti á rauntímagögnum í Kauphöll Íslands þegar við kynntum til leiks Acro appið snemma á síðasta ári. Síðan þá höfum við lagt metnað okkar í að auka gæði og þjónustuframboð í Acro appinu,“ segir Hannes Árdal, framkvæmdastjóri Acro.

„Ein mikilvæg viðbót hefur nú verið sett í loftið, en með tilkomu samstarfs okkar og Blikk getum við boðið viðskiptavinum okkar að millifæra fjármuni inn og út úr Acro appinu þeim að kostnaðarlausu með mjög einföldum og skilvirkum hætti. Það er okkur mikið fagnaðarefni að vera áfram í fararbroddi fjármálafyrirtækja þegar kemur að notkun á nútímatækni í þeim tilgangi að bæta þjónustu við okkar viðskiptavini.“

Blikk er ný greiðsluþjónusta sem gerir viðskiptavinum kleift að greiða fyrir viðskipti sín með bankareikningsmillifærslu án aðkomu greiðslukorta. Blikk er fyrsta fyrirtæki sinnar tegundar sem fær starfsleyfi frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.

„Að baki Blikk greiðsluþjónustunni liggur mikil vinna og síðastliðna mánuði höfum við verið í prufukeyrslum hjá nokkrum aðilum sem skilað hafa góðum árangri. Það er virkilega ánægjulegt að Blikk sé nú aðgengilegt almenning og við erum sérstaklega stolt af því að jafn framsækið fyrirtæki og Acro er skuli sjá sér hag í því að bjóða sínum viðskiptavinum upp á Blikk,“ segir Bjarni Gaukur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Blikk.

„Okkar sýn er að það eigi ekki að kosta neytendur að nota peningana sína, að þeir þurfi ekki að borga fyrir að borga og fleiri innleiðingar eru á næsta leiti hjá jafn fjölbreyttum aðilum og Domino’s, Heimkaupum og IKEA. Möguleikarnir með rauntíma greiðslulausn Blikk falla vel að þjónustu Acro og því er það viðeigandi að fyrirtækið sé meðal þeirra fyrstu til að bjóða viðskiptavinum sínum upp á að nýta þennan greiðsluvalkost þeim að kostnaðarlausu.“