Sérstakur viðburður í Reykjavík á vegum króatíska fyrirtækisins Resonate færir saman bandaríska stafræna sérfræðinginn Paul Weaver og leiðtoga úr íslensku atvinnulífi til að takast á við áskoranir stafrænnar umbreytingar.

Resonate er hönnunar- og ráðgjafarfyrirtæki frá Króatíu sem sérhæfir sig í stafrænum umbreytingum og hefur unnið með fjölda íslenskra fyrirtækja frá árinu 2019.

Þann 7. maí 2025 mun Resonate halda viðburðinn Enterprise Innovation – Að keppa og vinna í stafrænum heimi, spennandi samkoma fyrir leiðtoga sem eru tilbúnir að stíga djörf skref í stafrænni umbreytingu.

Aðalræðumaður viðburðarins verður Paul Weaver, varaforseti stafrænnar hönnunar hjá Hyatt Group. Weaver hefur áratuga reynslu frá alþjóðlegum risum eins og Disney, Rosetta Stone og Oracle Cerner, og mun miðla reynslu sinni af því að leiða stafrænar nýjungar innan flókinna skipulagsheilda.

Guðrún Aðalsteinsdóttir, forstjóri Krónunnar, verður einnig þátttakandi í pallborðsumræðu ásamt Þóri Ólafssyni, forstöðumanni stafrænnar þróunar hjá Icelandair, Rósa Dögg Ægisdóttir, framkvæmdastjóri Reon, Davor Culjak, stofnanda og meðeiganda Resonate.

Vilhjálmur Alvar Halldórsson, ráðgjafi í stafrænni umbreytingu hjá Expectus Consulting, mun stýra pallborðsumræðunni.

Viðburðurinn er sérstaklega ætlaður framkvæmdastjórum og stjórnendum í upplýsingatækni, nýsköpun og vöruþróun – öllum þeim sem leiða umbreytingu í stórum fyrirtækjum þar sem notendamiðuð nálgun og skýr stafræn stefna skilar áþreifanlegum árangri.

Dagskrá viðburðar – 7. maí 2025, Sykursalur í Grósku

16:30 – Móttaka og léttar veitingar

17:00 – Opnunarávarp: Davor Culjak, Resonate

17:10 – Aðalerindi: Paul Weaver, Hyatt Group

17:40 – Pallborðsumræður: Frumkvöðlar fyrirtækja í stafrænum heimi

18:30 – Tengslamyndun og drykkir