Í­búða­upp­bygging í flestum sveitar­fé­lögum í ár og í fyrra hefur verið undir á­ætlaðri í­búða­þörf í hús­næðis­á­ætlunum sveitar­fé­laganna, sam­kvæmt ný­birtri mánaðar­skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofnunar.

Einungis fimm af fjór­tán sveitar­fé­lögum sem á­ætluðu mestu í­búða­fjölgunina byggðu í takt við á­ætlaða þörf í fyrra.

Þetta voru Garða­bær, Hafnar­fjörður, Ár­borg, Ölfus og Akra­nes­kaup­staður.

Þá eru einungis þrjú sveitar­fé­lög búin að byggja í sam­ræmi við vænta í­búða­þörf þessa árs, en það eru Garða­bær, Ár­borg og Akra­nes­kaup­staður.

„Tölu­vert vantar upp á hjá flestum hinna sveitar­fé­laganna svo að byggt verði í sam­ræmi við vænta í­búða­þörf í ár sam­kvæmt hús­næðis­á­ætlunum sveitar­fé­laganna,“ segir í mánaðar­skýrslu HMS.

Staða íbúðauppbyggingar hjá sveitarfélögunum samkvæmt HMS.