Kon­ráð S. Guðjóns­son, hag­fræðingur og fyrrum efna­hags­ráðgjafi ríkis­stjórnar Ís­lands, segir að aðhaldið vegna síðustu fjár­laga hafa verið metið meira en það sem ríkis­stjórnin kynnti í fjár­málaáætlun í morgun.

Nýrri ríkis­stjórn hefur verið tíðrætt um aðhald og aðhaldsað­gerðir. Í nýrri fjár­málaáætlun er gert ráð fyrir að árið 2027 verði ríkis­sjóður halla­laus og hið opin­bera frá og með árinu 2028.

„Þegar um er að ræða áhrif ríkis­fjár­mála á verðbólgu skiptir það sem er á með­fylgjandi mynd mestu máli. Aðhaldið vegna síðustu fjár­laga er t.d. metið meira en áður var talið. Það sem er áhuga­verðast er að þrátt fyrir öll stóru orðin er aðhaldið 2026-29 minna í nýrri fjár­málaáætlun heldur en þeirri sem birt var fyrir ári síðan,“ skrifar Kon­ráð á sam­félags­miðlinum X.

Hann birtir þar ljós­mynd úr fjár­málaáætlun 2026-29 máli sínu stuðnings.