Adidas og rapparinn Ye, sem hét áður Kanye West, hafa náð sáttasamkomulagi um að ljúka öllum málaferlum sín á milli. Þýski íþróttavöruframleiðandinn tilkynnti um þetta í morgun. Reuters greinir frá.
Adidas hóf samstarf við Ye árið 2015. Samstarfið reyndist afar farsælt og var Yeezy með 8% hlutdeild af heildarsölu Adidas um tíma.
Í kjölfar niðrandi ummæla Ye í garð gyðinga og kvartana starfsmanna um hegðun hans, ákvað Adidas í haust að slíta samstarfinu í árslok 2022. Síðan þá hafa Adidas og Ye átt í lagadeilum.
Bjorn Gulden, forstjóri Adidas, sagði á blaðamannafundi í morgun að engir peningar skiptast um hendur vegna sáttarinnar. Hann neitaði að tjá sig um innihald samkomulagsins að öðru leyti.
Hann bætti við að málaferlin við rapparann leitt af sér óróleika. Báðir aðilar hafi talið það fyrir bestu að setja málið til hliðar.
Adidas birti uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung í morgun. Fram kemur að félagið hafi selt hluta af eftirstandandi birgðum af Yeezy skónum fyrir 150 milljónir evra, eða um 22 milljarða króna, á fjórðungnum.