Maros Sefcovic, fyrrum varaforseti framkvæmdastjórnar ESB og nýjasti viðskiptastjóri sambandsins sem ber ábyrgð á Brexit-samningaviðræðunum, segir að verið sé að íhuga nýjan möguleika fyrir Breta sem gæti núllstillt viðræður milli ESB og Bretlands.

Hann vísaði til þeirrar hugmyndar að Bretar gætu sótt um aðild og gengið inn í hið svokallaða Pan-Euro-Mediterranean Convention (PEM).

Reglur innan PEM leyfa frjálst flæði íhluta, efna og hráefna milli tuga landa í Evrópu og Norður-Afríku. Breski Íhaldsflokkurinn sótti hins vegar ekki um aðild að PEM á sínum tíma en sum fyrirtæki sögðu að það gæti hjálpað birgðakeðjum landsins sem urðu fyrir barðinu á tollahindrunum.

Sefcovic sagði í ræðu sinni í Davos að hugmyndin væri enn á teikniborðinu og að boltinn væri nú hjá Bretum. BBC segir að bresk stjórnvöld hafi nú byrjað að skoða þennan möguleika og er ákveðinn skilningur um að PEM gæti dregið úr skriffinnsku og aukið viðskipti.