Advania í Bret­landi hefur gengið frá kaupum á öllu hluta­fé upp­lýsinga­tækni­fyrir­tækisins Servium Limited í Bret­landi.

Sam­kvæmt frétta­til­kynningu mun vöru­fram­boð Advania í Bret­landi aukast eftir kaupin en með þessu er Advania að stækka nú­verandi endur­sölu­starf­semi sína og auka mögu­leika sína á að veita við­skipta­vinum heild­stæðari þjónustu í Bret­landi og Evrópu.

Servium er einka­rekið upp­lýsinga­tækni­þjónustu­fyrir­tæki sem sér­hæfir sig í stýrðri þjónustu, hag­ræðingu upp­lýsinga­tækni­inn­kaupa og eigna­stýringu vél­búnaðar og hug­búnaðar.

Advania í Bret­landi hefur gengið frá kaupum á öllu hluta­fé upp­lýsinga­tækni­fyrir­tækisins Servium Limited í Bret­landi.

Sam­kvæmt frétta­til­kynningu mun vöru­fram­boð Advania í Bret­landi aukast eftir kaupin en með þessu er Advania að stækka nú­verandi endur­sölu­starf­semi sína og auka mögu­leika sína á að veita við­skipta­vinum heild­stæðari þjónustu í Bret­landi og Evrópu.

Servium er einka­rekið upp­lýsinga­tækni­þjónustu­fyrir­tæki sem sér­hæfir sig í stýrðri þjónustu, hag­ræðingu upp­lýsinga­tækni­inn­kaupa og eigna­stýringu vél­búnaðar og hug­búnaðar.

„Nú­verandi við­skipta­vinir Servium munu njóta góðs af um­fangs­mikilli tækni- og staf­rænni um­breytingar­þjónustu Advania. Kaupin gera Advania kleift að bjóða enn breiðara fram­boð á þjónustu, hug­búnaði og vél­búnaði og styrkja tengsl við leiðandi fram­leið­endur og dreifingar­aðila í Bret­landi. Við­skipta­vinir munu svo auð­vitað halda á­fram að njóta góðs af al­hliða þjónustu Advania frá upp­hafi til enda,“ segir í frétta­til­kynningu.

Hagnaður Advania á Ís­landi nam 961 milljón króna í fyrra og jókst um 127 milljónir frá fyrra ári.

Tekjur námu 17,6 milljörðum og jukust um tæp­lega 1,5 milljarða. Stjórn fé­lagsins leggur til að 900 milljónir verði greiddar í arð á þessu ári en í fyrra voru greiddar út 750 milljónir.

Geoff Kneen, forstjóri Advania í Bretlandi og Paul Barlow forstjóri Servium
Geoff Kneen, forstjóri Advania í Bretlandi og Paul Barlow forstjóri Servium

Sjóður í eigu Gold­man Sachs keypti meiri­hluta í Advania árið 2021 en fyrir­tækið hefur vaxið á ógnar­hraða síðan þá. Á einu og hálfu ári frá kaupum Gold­man Sachs keypti Advania tíu fyrir­tæki og þre­faldaði starfs­manna­fjöldann.