Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri Brims hf, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri HB Granda s amkvæmt tilkynningu frá félaginu . Brim er stærsti hluthafi HB Granda og á ríflega þriðjungshlut.
Ægir Páll mun hafa umsjón með botnfisk-, uppsjávar-, markaðs- og mannauðssvið félagsins og starfa undir Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra HB Granda. Samhliða ráðningunni var nýtt skipurit félagsins kynnt, sem samþykkt var af stjórn þess fyrr í dag. Markmið er að einfalda skipuritið með aukinni áherslu á kjarnastarfsemi félagsins. Fækkað á í framkvæmdarstjórn félagsins og munu hana skipa forstjóri, fjármálastjóri og framkvæmdastjóri samkvæmt tilkynningunni.
Ægir Páll hefur starfað sem framkvæmdastjóra Brims hf, sem er stærsti hluthafi HB Granda, undanfarin þrjú ár. Þar áður hafði hann starfað í nærri tvo áratugi starfað sem stjórnandi eða ráðgjafi sjávarútvegsfyrirtækja en áður var hann lánasérfræðingur og viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka í níu ár. Þá er hann er Cand. oecon frá HÍ og hefur lokið öllum námskeiðum í mastersnámi í fjármálum frá HÍ.