Flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst sækja í það minnsta 10 milljarða dala í nýtt hlutafé til að bæta fjárhagsstöðu sína, samkvæmt heimildum Wall Street Journal.

Alls stefnir Boeing á að sækja allt að 25 milljarða dala með útgáfu hlutabréfa eða skuldabréfa á næstu þremur árum auk þess að sækjast eftir nýjum lánasamningum við lánastofnanir.

Flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst sækja í það minnsta 10 milljarða dala í nýtt hlutafé til að bæta fjárhagsstöðu sína, samkvæmt heimildum Wall Street Journal.

Alls stefnir Boeing á að sækja allt að 25 milljarða dala með útgáfu hlutabréfa eða skuldabréfa á næstu þremur árum auk þess að sækjast eftir nýjum lánasamningum við lánastofnanir.

Verkfall hjá stærsta verkalýðsfélagi starfsmanna Boeing hefur aukið fjárhagsvandræði flugvélaframleiðandans sem hefur ekki skilað hagnaði frá árinu 2018. Í umfjöllun WSJ segir að félagið hafi verið að brenna í gegnum yfir einn milljarð dala á mánuði áður en verkfallið hófst.

Handbært fé Boeing var um 10,3 milljarðar dala í lok september eða nálægt því lágmarki sem félagið þarf á að halda til halda rekstrinum gangandi.

Félagið tilkynnti samhliða ofangreindum áformum að það hefði tryggt sér 10 milljarða dala lánasamning við hóp lánveitenda, sem kemur til viðbótar við 10 milljarða dala af lánalínum sem félagið hefur ekki gengið á. Nettó skuldir félagsins í dag er um 45 milljarðar dala.

Lánshæfisfyrirtæki höfðu varað við því að Boeing yrði að sækja sér nýtt hlutafé og að lánshæfiseinkunn á skuldabréfum félagsins gæti verið færð niður í ruslflokk (e. junk status).

Boeing tilkynnti á föstudaginn að það félagið hygðist fækka störfum um 17 þúsund. Flugvélaframleiðandinn varaði jafnframt við enn meiri taprekstri vegna seinkana í framleiðsluferli flestra flugvéla, þar á meðal 737 vélanna, vegna verkfalla sem hófust 13. september síðastliðinn.