Bandaríski fjár­festingar­sjóðurinn Lone Star Funds stefnir að því að skila 3,5 milljörðum Bandaríkja­dala, rúm­lega 450 milljörðum ís­lenskra króna, til fjár­festa á næstu vikum.

Sam­kvæmt heimildum Bloom­berg kemur stærsti hluti arð­greiðslunnar úr sölu á sér­hæfða efna­verk­smiðju­fyrir­tækinu AOC til japanska félagsins Nippon Paint Holdings í mars síðastliðnum.

Sölu­verðið nam 4,35 milljörðum dala og þar af runnu um 1,8 milljarðar í reiðufé til Lone Star. Að sögn heimildar­manna þre­faldaði sjóðurinn fjár­festingu sína í AOC.

Ávöxtun af Novo Banco eykur út­greiðslur

Fjár­festing Lone Star í portúgalska bankanum Novo Banco er einnig að skila árangri. Sjóðurinn á von á 1,1 milljarði dala í arð­greiðslu á næstu vikum.

Þá er einnig til skoðunar að skrá bankann á markað en að sögn for­stjóra hans, Mark Bour­ke, er út­boðslýsing langt komin. Skráning gæti farið fram strax í júní.

Eftir­standandi hluti endur­greiðslunnar kemur úr öðrum fjár­festingum, meðal annars í Titan Acqu­isition Holdings, fyrir­tæki sem sér­hæfir sig í við­gerðum á skipum og flóknum verk­fram­kvæmdum.

Lone Star keypti félagið árið 2023 af Car­lyle Group og Stellex Capi­tal. Einnig leggur GTT Communi­cations, sem kom úr gjaldþrota­með­ferð fyrir tveimur árum, sitt af mörkum til greiðslunnar.

Donald Qu­intin, for­stjóri Lone Star, segir í sam­tali við Bloom­berg að fjár­festingar­stefna sjóðsins byggi á því að fjár­festa í fyrir­tækjum með sterkt sjóð­streymi og raun­veru­legt rekstrar­legt virði, þar sem mögu­leikar eru á virðis­aukningu í gegnum hag­ræðingu, endur­skipu­lagningu og sam­runa.

„Ólgan á mörkuðum undan­farið stað­festir í raun mikilvægi þessarar nálgunar, þar sem áhersla er lögð á grunn­stoðir fyrir­tækja­reksturs,“ segir Qu­intin, sem tók við sem for­stjóri í fyrra.