Restaurant Brands International, móðurfélag hamborgarakeðjunnar Burger King, hefur ráðið nýjan forstjóra.
Félagið leitaði ekki langt yfir skammt því nýi forstjórinn, Joshua Kobza, var áður rekstrarstjóri félagsins. Hann tekur við af Jose Cil, sem hafði verið forstjóri félagsins frá árinu 2019 en hann mun vera félaginu innan handar í eitt ár sem ráðgjafi.
Helsta hlutverk nýs forstjóra verður að leita leiða til að snúa rekstri Burger King úr vörn í sókn. Skyndibitakeðjunar Popeyes, Tim Hortons og Firehouse Subs eru einnig undir hatti móðurfélagsins.