Fyrir tæpum tveimur vikum komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að reglum stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi hefði ekki verið fylgt við undirbúning og sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka. Fjármálaráðherra hefði brostið hæfi vegna þess að eignarhaldsfélagið Hafsilfur sem er í eigu föður hans keypti 0,1042% hlut.
Bjarni Benediktsson sagði af sér sem fjármálaráðherra í kjölfar álitsins en skömmu áður sagði hann á blaðamannafundi að þar væri margt sem orkaði tvímælis og í beinni andstöðu við þær ráðleggingar sem hann hafði fengið sem ráðherra.
Í gögnum sem ráðuneytið birti í kjölfar niðurstöðunnar sem og samtölum Viðskiptablaðsins við lögmenn á sviði stjórnsýsluréttar eru einna helst gerðar athugasemdir við hversu lítið hagsmunamat umboðsmaður fer í. Ekkert sé fjallað um fjárhæðina í tengslum við efnahagsstærð Hafsilfurs eða stærð útboðsins í tengslum við hvort sérstakir eða verulegir hagsmunir séu undir.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði