Íslendingar ganga að kjörborðinu næstkomandi laugardag en fjárfestar virðast ætla að halda höndum fram að kosningum ef marka má veltu dagsins í kauphöllinni.
Heildarvelta nam 2,8 milljörðum króna en þar af var um 1,1 milljarða króna velta með bréf Marels sem er líkt og áður hefur verið fjallað um að mestu erlendum fjárfestingasjóðum.
Hlutabréfaverð Marels hækkaði um rúmt 1% og var dagslokagengið 614 krónur.
Á eftir Marel var mesta veltan með bréf Alvotech en gengi líftæknilyfjafélagsins lækkaði um rúmt 1% í 272 milljón króna viðskiptum. Dagslokagengi Alvotech var 1.660 krónur.
Gengi Skagasamstæðunnar leiddi hækkanir er gengi félagsins fór upp um tæp 2,5% í 108 milljón króna viðskiptum.
Icelandair leiddi lækkanir er gengi félagsins fór niður um 4,5% í 83 milljón króna veltu.
Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,3% í viðskiptum dagsins og var lokagildi hennar 2.703 stig.