Ís­lendingar ganga að kjör­borðinu næst­komandi laugar­dag en fjár­festar virðast ætla að halda höndum fram að kosningum ef marka má veltu dagsins í kaup­höllinni.

Heildar­velta nam 2,8 milljörðum króna en þar af var um 1,1 milljarða króna velta með bréf Marels sem er líkt og áður hefur verið fjallað um að mestu er­lendum fjár­festinga­sjóðum.

Hlutabréfaverð Marels hækkaði um rúmt 1% og var dagslokagengið 614 krónur.

Á eftir Marel var mesta veltan með bréf Al­vot­ech en gengi líftækni­lyfjafélagsins lækkaði um rúmt 1% í 272 milljón króna við­skiptum. Dagsloka­gengi Al­vot­ech var 1.660 krónur.

Gengi Skaga­sam­stæðunnar leiddi hækkanir er gengi félagsins fór upp um tæp 2,5% í 108 milljón króna við­skiptum.

Icelandair leiddi lækkanir er gengi félagsins fór niður um 4,5% í 83 milljón króna veltu.

Úr­vals­vísi­talan lækkaði um 0,3% í við­skiptum dagsins og var loka­gildi hennar 2.703 stig.