Rafbílaframleiðandinn Tesla afhenti 1,31 milljón bifreiða á síðasta ári sem er um 40% aukning frá árinu 2021. Félagið hefði þurft að afhenda fleiri en 1,4 milljónir bifreiða til að ná upphaflega markmiði sínu um 50% aukningu, að því er kemur fram í frétt WSJ.
Tesla tilkynnti í október að félagið myndi líklega ekki ná markmiði sínu. Væntingar voru á Wall Street um að fjöldi afhentra bíla yrði um 1,34 milljónir, samkvæmt FactSet.
Fyrirtækið sagði í tilkynningu að breytingar á framleiðslu- og dreifingarkerfi sínu hefðu leitt af sér að fleiri bílar hafi verið í afgreiðslu í árslok.
Tesla afhenti 405 þúsund bifreiðar á fjórða ársfjórðungi 2022, sem nýtt met hjá félaginu yfir fjölda afhentra bíla á einum fjórðungi.
Rafbílaframleiðandinn stefnir að því að selja 20 milljónir bifreiða árlega fyrir 2030. Greiningaraðilar gera ráð fyrir að félagið afhendi færri en 2 milljónir bifreiða í ár.