Hluta­bréf í net­verslunar­risanum Amazon hafa hækkað um 6% í fram­virkum samningum fyrir lokuðum markaði eftir að fyrir­tækið birti upp­gjör þriðja árs­fjórðungs seint í gær­kvöldi.

Tekjur Amazon námu 143 milljörðum dala á fjórungum sem sam­svarar rúm­lega 21 þúsund milljörðum ís­lenskra króna. Mun það vera ofar væntingum markaðs­aðila sem höfðu spáð að tekjur fyrir­tækisins yrðu í kringum 141,5 milljarðar.

Amazon hagnaðist um 9,88 milljarða dala sem var mun meiri hagnaður en búist var við. Markaðs­aðilar höfðu á­ætlað hagnað fyrir­tækisins í kringum 6 milljarða dali.

Var hagnaðurinn því um 590 milljörðum íslenskra króna meiri en búist var við.

Tekjur af Amazon Web Service jukust einnig um 12% á fjórðungnum í saman­burði við árið áður og námu 23,1 milljarði.

Dagsloka­gengi Amazon var í kringum 119 dali en samkvæmt The Wall Street Journal mun gengið verða í kringum 127 dali þegar markaðir opna vestan­hafs.