Verktakafyrirtækið Munck á Íslandi var áfram rekið með umtalsverðu tapi á síðasta rekstrarári sem lauk 30. september 2019 samkvæmt ársreikningi móðurfélags þess í Danmörku.
Danska félagið Munck Gruppen keypti LNS Sögu í desember 2016 og breytti nafni þess í Munck. Félagið var rekið með tæplega fjögurra milljarða króna tapi árin 2017 og fyrstu níu mánuði ársins 2018.
Sjá einnig: Milljarðatap hjá Munck
Í ársreikningi danska móðurfélagsins segir að tapið sé enn verulegt þótt það hafi dregist saman milli ára. Á síðasta ári var dregið úr umsvifum félagsins vegna taprekstrar og framhald verði á því á þessu ári. Meðal verkefna félagsins var bygging sjúkrahótels fyrir Landspítalann. Deila um framkvæmdakostnað við bygginguna fór fyrir gerðardóm.
Tapið er sagt tengjast uppgjöri við viðskiptavini, frekari tapi af einstökum verkefnum og bónusgreiðslum til að halda í lykilstarfsmenn. Afkoman sé óviðunandi en danska móðurfélagið tapaði 30 milljónum íslenskra króna á síðasta rekstrarári miðað við 2,7 milljarða króna tap á fyrra rekstrarári.
Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .