Af­koma RÚV í maí var tals­vert undir á­ætlun í maí sam­kvæmt bráða­birgða­upp­gjöri fjár­mála­stjóra á stjórnar­fundi RÚV.

Í fundar­gerð stjórnar segir að verri af­komu megi rekja til lægri aug­lýsinga­tekna og hærri út­gjalda en á­ætlun gerði ráð fyrir. Þá var af­koma á fyrstu fimm mánuðum ársins lakari en upp­færð á­ætlun gerði ráð fyrir.

Þar vegi þyngst aukinn launa- og verk­taka­kostnaður frétta­stofu vegna elds­um­brota á Reykja­nesi og vegna for­seta­kosninganna í vor.

Af­koma RÚV í maí var tals­vert undir á­ætlun í maí sam­kvæmt bráða­birgða­upp­gjöri fjár­mála­stjóra á stjórnar­fundi RÚV.

Í fundar­gerð stjórnar segir að verri af­komu megi rekja til lægri aug­lýsinga­tekna og hærri út­gjalda en á­ætlun gerði ráð fyrir. Þá var af­koma á fyrstu fimm mánuðum ársins lakari en upp­færð á­ætlun gerði ráð fyrir.

Þar vegi þyngst aukinn launa- og verk­taka­kostnaður frétta­stofu vegna elds­um­brota á Reykja­nesi og vegna for­seta­kosninganna í vor.

Sam­kvæmt bráða­birgða­upp­gjöri fjár­mála­stjóra voru aug­lýsinga­tekjur undir á­ætlun í maí en tekjurnar á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þó nánast „á pari“ við endur­skoðaða á­ætlun.

Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri gerði grein fyrir starfi vinnu­hóps um minnkuð um­svif RÚV á aug­lýsinga­markaði og líf­eyris­skuld­bindingar RÚV í minnis­punktum sínum.

Vinnu­hópurinn hefur haldið þrjá fundi og hefur verið að afla gagna m.a. með kort­lagningu á fjár­mögnun al­manna­þjónustu­miðla í Evrópu.

Stefán bendir á að sam­kvæmt þeim gögnum séu tæp­lega 80% allra al­manna­þjónustu­miðla í Evrópu fjár­magnaðir með blönduðum hætti opin­berra fram­laga og aug­lýsinga­tekna en er ekki tekið fram í minnis­punktum hans hver markaðs­hlut­deild slíkra miðla á sínum aug­lýsinga­mörkuðum er.

Vinnu­hópurinn mun skila um­fjöllun og til­lögum sínum síðar á árinu.