Afkoma RÚV í maí var talsvert undir áætlun í maí samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fjármálastjóra á stjórnarfundi RÚV.
Í fundargerð stjórnar segir að verri afkomu megi rekja til lægri auglýsingatekna og hærri útgjalda en áætlun gerði ráð fyrir. Þá var afkoma á fyrstu fimm mánuðum ársins lakari en uppfærð áætlun gerði ráð fyrir.
Þar vegi þyngst aukinn launa- og verktakakostnaður fréttastofu vegna eldsumbrota á Reykjanesi og vegna forsetakosninganna í vor.
Afkoma RÚV í maí var talsvert undir áætlun í maí samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fjármálastjóra á stjórnarfundi RÚV.
Í fundargerð stjórnar segir að verri afkomu megi rekja til lægri auglýsingatekna og hærri útgjalda en áætlun gerði ráð fyrir. Þá var afkoma á fyrstu fimm mánuðum ársins lakari en uppfærð áætlun gerði ráð fyrir.
Þar vegi þyngst aukinn launa- og verktakakostnaður fréttastofu vegna eldsumbrota á Reykjanesi og vegna forsetakosninganna í vor.
Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri fjármálastjóra voru auglýsingatekjur undir áætlun í maí en tekjurnar á fyrstu fimm mánuðum ársins voru þó nánast „á pari“ við endurskoðaða áætlun.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri gerði grein fyrir starfi vinnuhóps um minnkuð umsvif RÚV á auglýsingamarkaði og lífeyrisskuldbindingar RÚV í minnispunktum sínum.
Vinnuhópurinn hefur haldið þrjá fundi og hefur verið að afla gagna m.a. með kortlagningu á fjármögnun almannaþjónustumiðla í Evrópu.
Stefán bendir á að samkvæmt þeim gögnum séu tæplega 80% allra almannaþjónustumiðla í Evrópu fjármagnaðir með blönduðum hætti opinberra framlaga og auglýsingatekna en er ekki tekið fram í minnispunktum hans hver markaðshlutdeild slíkra miðla á sínum auglýsingamörkuðum er.
Vinnuhópurinn mun skila umfjöllun og tillögum sínum síðar á árinu.