Hagnaður Verkís hf. á árinu nam um 504 milljónum króna á árinu 2020 samanborið við 177 milljóna króna hagnað árið. Þetta kemur fram í samstæðureikningi félagsins.

Velta félagsins var um 5,31 milljarður króna á árinu sem leið en hún var um 5,06 milljarðar árið áður. Eignir félagsins við árslok námu 2,09 milljörðum og hækkuðu um 408 milljónir á árinu. Eigið fé við lok árs var 983 milljónir úr 748 milljónum og hækkar um 31,4% á milli ára. Eiginfjárhlutfall félagsins á síðasta ári var 48,9% miðað við 46,7% árið áður.

Skuldir félagsins námu 1,11 milljörðum króna á árinu og hækka um 244 milljónir á árinu. Þar af voru skammtímaskuldir um 1,03 milljarðar. Handbært fé jókst um 281 milljón krónur á árinu og var 693 milljónir í lok árs.

Heimsfaraldurinn hafði þau áhrif á félagið að ýmis verkefni töfðust eða stöðvuðust við upphaf faraldursins, sérstaklega þau verkefni sem að tengdust ferðaþjónustunni beint. Þá jókst eftirspurn eftir þjónustu Verkís við auknar opinberar fjárfestingar.

Félagið á eignarhlut í fjölda annarra félaga og voru hlutirnir bókfærðir á 135 milljónir í lok árs. Meðal þeirra félaga sem það á hlut í má nefna Mannvit - Verkís ehf. og GeoThermHydro ehf. sem það á helmingshlut í, og Saga traffic ehf. og Verkis Polska Sp. sem það á 100% hlut í.