Af­koma og tekjur ör­flögu­fram­leiðandans Nvidia meira en tvö­földuðust á öðrum árs­fjórðungi frá sama tíma­bili í fyrra en fé­lagið seldi ör­flögur fyrir 30 milljarða Banda­ríkja­dali á fjórðungnum. Mun þaða hafa verið í samræmi við væntingar greiningaraðila vestanhafs en töluvert skrum átti sér stað á markaði í gær í tengslum við uppgjör félagasins.

Hagnaður félagsins á öðrum fjórðungi nam 16,6 milljörðum dala sem samsvarar um 2.290 milljörðum króna á gengi dagsins. Samkvæmt uppgjörinu er tekjuspá félagsins óbreytt og býst Nvidia við því að selja örflögur fyrir um 32,5 milljarða dala á þriðja fjórðungi.

Í uppgjörinu er einnig tekið fram að afkomuspá þriðja ársfjórðungs sé óbreytt og áætlar félagið að tekjur verði um 32,5 milljarðar dala á þriðja fjórðungi.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal eru stóru tækni­fyrir­tækin, Alp­habet, Micros­oft og Amazon, drif­krafturinn að baki vel­gengni Nvidia á fjórðungnum en ör­flögur fé­lagsins eru leiðandi þegar kemur að gervi­greind. Alp­habet, móður­fé­lag Goog­le, greindi ný­verið frá því að hafa eytt um 12 milljörðum dala í þróun gervi­greindar á öðrum árs­fjórðungi og býst fé­lagið við því að eyða sam­bæri­legum upp­hæðum á komandi fjórðungum.

Gríðar­leg eftir­vænting var eftir upp­gjöri Nvidia í gær og söfnuðust hlut­hafar saman meðal annars á börum í fjár­mála­hverfi New York borgar.

Upp­gjörið birtist eftir lokun markaða í gær en tölu­verð velta hefur verið síðustu daga með val­rétta­samninga tengdum bréfum Nvidia. Sam­kvæmt WSJ voru margir mjög bjart­sýnir á hækkun í kjöl­far upp­gjörsins og voru kaup­réttir að ganga manna á milli á genginu 140 dölum í gær.

Fjár­festar voru þó ekki jafn á­nægðir með upp­gjörið og búist var við og féll gengi Nvidia um 6% í utan­þings­við­skiptum í nótt. Ef fram fer sem horfir mun gengi fé­lagsins opna í 119 dölum á eftir.