Sam­kvæmt af­komu­spá Al­vot­ech fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir að tekjur verði á bilinu 300- 400 milljónir dala í ár.

Mun það vera tölu­vert meiri tekjur en fé­lagið hefur verið að skila síðustu ár en sam­kvæmt árs­upp­gjöri námu tekjur fé­lagsins í fyrra 93,4 milljónum dala sem var 10% aukning frá árinu áður.

Í af­komu­spánni er gert ráð fyrir að Simlandi, líf­tækni­lyfja­hlið­stæða Al­vot­ech hlaut markaðs­leyfi í Banda­ríkjunum og verður fyrsta hlið­stæða við gigtar­lyfið Humira, komi á markað á öðrum árs­fjórðungi.

Þá er stefnt að því að koma AVT04, ein­stofna mót­efni og líf­tækni­lyfja­hlið­stæða við Stelara, á markað á fjórða árs­fjórðungi.

Sam­kvæmt af­komu­spánni er gert ráð fyrir að EBITDA fé­lagsins verði á bilinu 59 til 150 milljónir dala árið 2024.

Af­komu­spá Al­vot­ech fyrir árið 2025 gerir síðan ráð fyrir því að tekjur muni tvö­faldast á milli áranna 2024 og 2025.

Afkomuspá Alvotech samkvæmt ársuppgjöri.

Tap Al­vot­ech á árinu 2023 nam 551,7 milljónum Banda­ríkja­dala sem sam­svarar 75 milljörðum króna á gengi dagsins. Mun það vera sam­bæri­legt tap og árið 2022 þegar fé­lagið skilaði 513,6 milljóna dala tapi sem sam¬svaraði 73 milljörðum á þá­verandi gengi.