Nokkur flugfélög hafa aflýst flugferðum til Haítí eftir að farþegaflugvél frá Bandaríkjunum varð fyrir skotárás þegar hún reyndi að lenda á alþjóðaflugvellinum í Port-au-Prince. Flugfreyja hlaut minni háttar meiðsli en enginn farþegi slasaðist í árásinni.

Flugvélin var á vegum Spirit Airlines og var að fljúga frá Fort Lauderdale í Flórída til Haítí. Henni var vísað til Dóminíska lýðveldisins og lenti þar heil á húfi á Santiago-flugvellinum.

Atvikið gerist á sama tíma og nýr forsætisráðherra tekur við völdum í landinu sem hefur verið í heljargreipum vopnaðra glæpagengja og stigmagnandi ofbeldi. Þetta var jafnframt í annað sinn sem flugvél verður fyrir árás á þremur vikum við höfuðborg Haítí.

Spirit Airlines staðfesti að flugvélin hefði orðið við skotárás við skoðun á flugvellinum í Santiago og hefur flugvélin verið tekin úr notkun. Flugfélagið hefur aflýst flugferðum til Haítí og hafa JetBlue og American Airlines tekið sömu ákvörðun.