Stjórnvöld í Dubai byrjuðu nýja árið á að fella tímabundið niður 30% skatt á áfengi ásamt því að gera vínveitingaleyfi gjaldfrjáls, með það að markmiði að bæta stöðu furstadæmisins sem helsti áfangastaður Miðausturlanda.

Í ljósi aukinnar samkeppni við nágrannaríki á borð við Sádi Arabíu og Katar, þá hafa stjórnvöld í Dubai innleitt fjölda reglugerða á síðustu árum til að laða erlent starfsfólk til sín.

Ferðamannageirinn hefur verið ein af helstu stoðum hagkerfisins en hingað til hefur hann einkum miðað að lúxusferðamarkaðnum. Afnám áfengisskattsins á m.a. að vera til þess fallið að auðvelda Dubai að ná til stærri hóps ferðamanna.

Í frétt Bloomberg segir að ölkolla geti kostað meira en 15 Bandaríkjadali, eða sem nemur 2.130 krónum á gengi dagsins, á veitingastöðum. Verð á ódýrustu vínflöskunni er á mörgum stöðum yfir 100 dalir, eða yfir 14 þúsund krónur.

Margir íbúar keyra því til annarra borga á borð við Umm Al Quwaintil, sem er í 80 kílómetra fjarlægð, þar sem verð eru talsvert lægri.

Stjórnvöld í Dubai byrjuðu nýja árið á að fella tímabundið niður 30% skatt á áfengi ásamt því að gera vínveitingaleyfi gjaldfrjáls, með það að markmiði að bæta stöðu furstadæmisins sem helsti áfangastaður Miðausturlanda.

Í ljósi aukinnar samkeppni við nágrannaríki á borð við Sádi Arabíu og Katar, þá hafa stjórnvöld í Dubai innleitt fjölda reglugerða á síðustu árum til að laða erlent starfsfólk til sín.

Ferðamannageirinn hefur verið ein af helstu stoðum hagkerfisins en hingað til hefur hann einkum miðað að lúxusferðamarkaðnum. Afnám áfengisskattsins á m.a. að vera til þess fallið að auðvelda Dubai að ná til stærri hóps ferðamanna.

Í frétt Bloomberg segir að ölkolla geti kostað meira en 15 Bandaríkjadali, eða sem nemur 2.130 krónum á gengi dagsins, á veitingastöðum. Verð á ódýrustu vínflöskunni er á mörgum stöðum yfir 100 dalir, eða yfir 14 þúsund krónur.

Margir íbúar keyra því til annarra borga á borð við Umm Al Quwaintil, sem er í 80 kílómetra fjarlægð, þar sem verð eru talsvert lægri.