Krauma náttúrulaugar ehf., sem rekur náttúruböð og veitingastað við Deildartunguhver í Borgarfirði, tapaði 18,6 milljónum króna eftir skatta á síðasta ári samanborið við 40 milljónir árið áður. Félagið skilaði þó rekstrarhagnaði að fjárhæð 8,8 milljónir, sem hefur ekki verið meiri frá opnun Kraumu í árslok 2017.
Velta Kraumu jókst um 41% á milli ára og nam 226 milljónum króna árið 2021 en til samanburðar var velta félagsins 235 milljónir árið 2019.
Ársverk félagins voru 13 talsins á síðasta ári samanborið við 14 á árinu 2020. Laun og launatengd gjöld námu 112,6 milljónum á síðasta ári og voru um helmingur af rekstrargjöldum.
Eignir Kraumu voru bókfærðar á 691 milljón í lok síðasta árs. Eigið fé var um 101 milljón en skuldir og skuldbindingar um 590 milljónir, þar af er víkjandi lán frá hluthöfum að fjárhæð 116 milljónir.
Stærsti hluthafi Kraumu er Helga S Guðmundsdóttir með 40% óbeinan hlut í gegnum félagið Reykjadalur ehf.