Marel hagnaðist um 3,1 milljónir evra eða 452 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi, sem er aðeins um þriðjungur þess sem sami fjórðungur á síðasta ári skilaði, sem og sá fyrsti á þessu. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri félagsins.

EBIT-framlegð – hlutfall hagnaðar fyrir skatta og fjármagnsliði af tekjum – var 8% og dróst saman um stakt prósentustig milli fjórðunga sem í tilkynningunni er sagt skýrast af fæð pantana á stærri verkefnum. Hlutfallið hækkaði þó um hátt í 2% frá sama tímabili í fyrra þegar það nam 6,3%.

Þá er spá félagsins um EBIT-framlegð í lok þessa árs lækkuð annan fjórðunginn í röð og er nú orðin 12-14% eftir að hafa verið lækkuð úr föstu 16% hlutfalli niður í bilið 14-16% samhliða birtingu síðasta uppgjörs í byrjun maí.

Tekjur námu 422 milljónum evra og drógust saman 5,6% milli fjórðunga, en jukust um 6,3% frá sama tímabili á síðasta ári, í evrum talið.

Pantanabókin minnkað um fjórðung á 12 mánuðum

“Áhersla er lögð á góðan vöxt á lægri kostnaðargrunni sem skili stöðugri 14-16% EBIT-framlegð eftir því sem fjórðungum á fjárhagsárinu 2024 vindur fram,” segir nú um horfur næstu fjórðunga og ára. Gert er ráð fyrir að framlegð batni hægt og bítandi samhliða bata í markaðshorfum og aðfangakeðju auk tekjuvaxtar og hagræðingaraðgerða.

Pantanir fjórðungsins námu 407 milljónum evra sem er 12% vöxtur milli fjórðunga en 14% samdráttur milli ára. Heildarumfang pantanabókarinnar í lok tímabilsins nam 575 milljónum evra og lækkar á báða mælikvarða, mun meira þó milli ára þar sem hún hefur nú skroppið saman um fjórðung síðastliðna 12 mánuði, en aðeins lítillega frá lokum fjórðungsins á undan.

“Við sjáum aukningu í sölu og pípan heldur áfram að styrkjast. Skortur á vinnuafli og launaskrið ýta enn frekar undir fjárfestingar viðskiptavina okkar í aukinni sjálfvirkni, róbótatækni og stafrænum lausnum, og Marel er í lykilstöðu til að leiða framþróun innan geirans í samstarfi við viðskiptavini okkar. Við teljum að pantanir verði sterkar á seinni árshelmingi, eftir sem áður er erfitt að tímasetja nákvæmlega hvenær pípan þróast í fullfjármagnaðar pantanir,” er haft eftir Árna Oddi Þórðarsyni forstjóra Marel í tilkynningunni.

Marel hagnaðist um 3,1 milljónir evra eða 452 milljónir króna á öðrum ársfjórðungi, sem er aðeins um þriðjungur þess sem sami fjórðungur á síðasta ári skilaði, sem og sá fyrsti á þessu. Þetta kemur fram í nýbirtu uppgjöri félagsins.

EBIT-framlegð – hlutfall hagnaðar fyrir skatta og fjármagnsliði af tekjum – var 8% og dróst saman um stakt prósentustig milli fjórðunga sem í tilkynningunni er sagt skýrast af fæð pantana á stærri verkefnum. Hlutfallið hækkaði þó um hátt í 2% frá sama tímabili í fyrra þegar það nam 6,3%.

Þá er spá félagsins um EBIT-framlegð í lok þessa árs lækkuð annan fjórðunginn í röð og er nú orðin 12-14% eftir að hafa verið lækkuð úr föstu 16% hlutfalli niður í bilið 14-16% samhliða birtingu síðasta uppgjörs í byrjun maí.

Tekjur námu 422 milljónum evra og drógust saman 5,6% milli fjórðunga, en jukust um 6,3% frá sama tímabili á síðasta ári, í evrum talið.

Pantanabókin minnkað um fjórðung á 12 mánuðum

“Áhersla er lögð á góðan vöxt á lægri kostnaðargrunni sem skili stöðugri 14-16% EBIT-framlegð eftir því sem fjórðungum á fjárhagsárinu 2024 vindur fram,” segir nú um horfur næstu fjórðunga og ára. Gert er ráð fyrir að framlegð batni hægt og bítandi samhliða bata í markaðshorfum og aðfangakeðju auk tekjuvaxtar og hagræðingaraðgerða.

Pantanir fjórðungsins námu 407 milljónum evra sem er 12% vöxtur milli fjórðunga en 14% samdráttur milli ára. Heildarumfang pantanabókarinnar í lok tímabilsins nam 575 milljónum evra og lækkar á báða mælikvarða, mun meira þó milli ára þar sem hún hefur nú skroppið saman um fjórðung síðastliðna 12 mánuði, en aðeins lítillega frá lokum fjórðungsins á undan.

“Við sjáum aukningu í sölu og pípan heldur áfram að styrkjast. Skortur á vinnuafli og launaskrið ýta enn frekar undir fjárfestingar viðskiptavina okkar í aukinni sjálfvirkni, róbótatækni og stafrænum lausnum, og Marel er í lykilstöðu til að leiða framþróun innan geirans í samstarfi við viðskiptavini okkar. Við teljum að pantanir verði sterkar á seinni árshelmingi, eftir sem áður er erfitt að tímasetja nákvæmlega hvenær pípan þróast í fullfjármagnaðar pantanir,” er haft eftir Árna Oddi Þórðarsyni forstjóra Marel í tilkynningunni.