Hátæknifyrirtækið VAXA Technologies velti tæplega 1,2 milljörðum króna á árinu 2023, sem gerir 11% tekjuvöxt milli ára. Tap félagsins á árinu nam 73 milljónum króna samanborið við 159 milljóna tap árið áður.
Smáþörungarækt félagsins fer fram í ræktunarstöð þess í Jarðhitagarði ON við Hellisheiðarvirkjun. VAXA fann upp, hannaði, byggði og er nú að reka E2F kerfið (Energy 2 Food) þar sem hreinni orku frá Hellisheiðarvirkjun er breytt í mat.
Kristinn Hafliðason er framkvæmdastjóri VAXA Technologies.
VAXA Technologies Iceland
2022 |
---|
1.034 |
6.243 |
-322 |
159 |