Radoslaw Kedzia var ráðinn varaforseti Huawei í Austur-Evrópu og á Norðurlöndunum árið 2019. Hann varð þá fyrsti Evrópubúinn til að gegna framkvæmdastjórastöðu hjá kínverska fyrirtækinu en Radoslaw hefur unnið hjá Huawei síðan 2008.

Ferill Radoslaws hjá Huawei hófst í Keníu þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Hann varð síðan tæknistjóri Huawei fyrir austur- og suðurhluta Afríku.

Radoslaw Kedzia var ráðinn varaforseti Huawei í Austur-Evrópu og á Norðurlöndunum árið 2019. Hann varð þá fyrsti Evrópubúinn til að gegna framkvæmdastjórastöðu hjá kínverska fyrirtækinu en Radoslaw hefur unnið hjá Huawei síðan 2008.

Ferill Radoslaws hjá Huawei hófst í Keníu þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Hann varð síðan tæknistjóri Huawei fyrir austur- og suðurhluta Afríku.

Radoslaw segir að minni innviðauppbygging í Afríku á árum áður sé í raun að koma þeim til bjargar núna þar sem eldri innviðir flækjast ekki fyrir þróun framtíðarinnar. Það var til dæmis lítið um koparinnviði í Afríku í marga áratugi og þarf því ekki að skipta þeim út þegar verið er að setja inn nýja ljósleiðara.

„Þegar ég var þarna voru allir með síma í vasanum, jafnvel áður en netþjónustu var komið fyrir, því það er svo mikil þörf fyrir samskipti og fjármálalausnir. Í Evrópu erum við að prufa okkar áfram með peningaforrit eins og Revolut frá Litáen, en íbúar í Keníu voru löngu farnir að millifæra pening með notkun M-PESA. Þú þarft ekki einu sinni net með það til að millifæra því allt er gert í gegnum SMS.“

Radoslaw segir að 30% af landsframleiðslu Keníu fari í gegnum þessar millifærsluleiðir. Lausnin hafi þó komið mjög snemma til landsins, eða um 2007, einmitt vegna þess að bankakerfið var ekki eins þróað þar. Fólk þurfti engu að síður að millifæra pening sín á milli.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.