Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í morgun er meiri munur á útboðsgengi Íslandsbanka og markaðsgengi í yfirstandandi útboði ríkisins en í því síðasta sem fór fram með tilboðsfyrirkomulagi.
Sé tekið mið af dagslokagengi Íslandsbanka í gær er útboðsgengið um 6,9% lægra en markaðsgengið.
Í síðasta útboði var um 4,1% afslátt til fjárfesta en afslátturinn svokallaði fékk mikið umtal í fjölmiðlum.
Hlutfallslega er þó um 70% meiri afslátt að ræða á eignarhlutum ríkisins í núverandi útboði en í útboðinu í mars 2022.
Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur og fyrrverandi efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, reiknast til að takist ríkinu að selja allan 42,5% hlutinn sem er í boði í núverandi útboði sé afslátturinn á eignarhluti ríkisins um þremur milljörðum meiri en í síðasta útboði.
„Ef ríkinu tekst að selja allan hlut Íslandsbanka í yfirstandandi útboði verður „afslátturinn“ til fjárfesta um 3 milljörðum króna meiri heldur en í útboðinu alræmda í mars 2022,” skrifar Konráð á X.
Ef ríkinu tekst að selja allan hlut Íslandsbanka í yfirstandandi útboði verður "afslátturinn" til fjárfesta um 3 milljörðum króna meiri heldur en í útboðinu alræmda í mars 2022.
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) May 13, 2025
Meðalgengi bréfa í Íslandsbanka yfir 15 viðskiptadaga er um 112,17 krónur og er því 5% afsláttur 5,61 króna og þannig verður útboðsgengið til.
Dagslokagengi Íslandsbanka var 114,5 krónur í gær og jafngildir það því rúmlega 6,9% afslætti miðað við markaðsgengi.