Samkvæmt Hagsjá greiningardeildar Landsbankans fjölgaði ferðamönnum um tæplega prósent á þriðja ársfjórðungi, stærsta ferðaþjónustutímabili ársins, frá fyrra ári.
Hins vegar fækkaði gistinóttum ferðamanna um tæpt prósent á meðan kortavelta á föstu verðlagi jókst um 2% á milli ára.
Ferðamönnum um Keflavíkurflugvöll fjölgaði á milli ára á fjórðungnum og fóru 781 þúsund erlendir ferðamenn um flugvöllinn á tímabilinu, eða 0,9% fleiri en á sama tíma í fyrra.
Það sem af er ári hefur ferðamönnum fjölgað um 1% frá fyrra ári.
Gistinóttum ferðamanna á skráðum gististöðum fækkaði um 1% á fjórðungnum, en hefur fækkað um 2,5% það sem af er ári.
„Þessar tölur eru í samræmi við nýlega hagspá okkar þar sem við gerðum ráð fyrir lítillegum samdrætti í ferðaþjónustu í ár. Þó að tölurnar fyrir þriðja fjórðung líti ágætlega út benda þær ekki til þess að fjórðungurinn nái að vega upp töluverðan samdrátt í greininni á öðrum fjórðungi og útflutt ferðaþjónusta á árinu í heild mun því dragast lítillega saman, gangi spáin eftir,“ segir í Hagsjá Landsbankans.
Ferðamenn hafa þó að meðaltali gist skemur í ferðum sínum í ár en í fyrra.
Gistinóttum á skráðum gististöðum, öðrum en hótelum, fjölgar þó um 1% á milli ára en gistinóttum ferðamanna á hótelum hefur fækkað um 5,4% það sem af er ári en gistinætur á hótelum eru jafnan dýrari en gistinætur á öðrum tegundum gististaða og skila því meiri verðmætum.
Þá hefur kortavelta ferðamanna dregist saman um 1% á föstu verðlagi, en var þó um 2% meiri á þriðja ársfjórðungi í ár en í fyrra.
Kortavelta á hvern ferðamann hefur að meðaltali verið um 2,6% minni það sem af er ári, en ef við skoðum bara þriðja fjórðung jókst kortavelta á hvern ferðamann um rétt rúmlega 1%.