Kristalina Georgieva framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir að árið 2023 verði erfiðara fyrir heimsbúskapinn en árið sem var að líða. Stofnunin telur að þriðjungur heimshagkerfisins verði í samdrætti á árinu.

Þá bendir Georgieva á að þrjú stærstu hagkerfi heimsins, Bandaríkin, Kína og Evrópa, séu öll að hægja á sér á sama tíma. Þá muni um helmingur ríkja Evrópu glíma við samdrátt á árinu meðal annars vegna stríðsins í Úkraínu.

Stofnunin spáir 2,7% hagvexti í heimshagkerfinu á árinu, en hann mældist 3,2% í fyrra.