Al­þjóða­gjald­eyris­sjóðurinn er bjart­sýnn á efna­hags­horfur hér­lendis sam­kvæmt ár­legri skýrslu sjóðsins sem birtist í gær.

Að mati AGS hefur Ís­land náð að­dáunar­verðum bata eftir á­föll á síðustu árum en að­halds­stefna í peninga­málum og ríkis­fjár­málum hefur hægt á vexti sem hefur byrjað að hægja á verð­bólgu.

Hag­vöxtur á Ís­landi var 4,1% í fyrra en verður um 1,2% í ár að mati AGS. Hag­vöxtur mun taka aftur við sér á næsta ári og vera um 2,4%.

Verð­bólgan mun hjaðna niður í 5,1 í árs­lok og verða um 2,5% á fyrri helmingi ársins 2026. Sjóðurinn telur því að Ís­land muni ná mjúkri lendingu í bar­áttunni sinni við verð­bólguna.

Að mati AGS eru ís­lenskir bankar vel fjár­magnaðir, arð­bærir og greiðslu­færir. Vinnu­markaðurinn er enn sterkur og hægst hefur á launa­hækkunum.

Sjóðurinn segir að ný­gerðir kjara­samningar hér­lendis hafi verið skref í rétta átt en þeir stuðli að minni verð­bólgu og styrki sam­keppnis­stöðu Ís­lands við út­lönd.

Á­hættu­þættir að mati sjóðsins eru ó­fyrir­séð aukning ríkis­út­gjalda í tengslum við komandi þings­kosningar. Minni eftir­spurn eftir ís­lenskum út­flutnings­vörum eða mikil verð­lækkun á áli gæti einnig haft nei­kvæð á­hrif á þjóðar­búið.

Á hinn bóginn gæti aukin eftir­spurn eftir ís­lenskum lyfjum og líf­tækni og öðrum vörum úr hug­vits­geiranum haft veru­lega já­kvæð á­hrif á þjóðar­búið.