Síminn skilaði 244 milljóna króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 179 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra. Fjarskiptafélagið birti uppgjör eftir lokun Kauphallarinnar í dag.

Síminn skilaði 244 milljóna króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 179 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra. Fjarskiptafélagið birti uppgjör eftir lokun Kauphallarinnar í dag.

Tekjur Símans jukust um 9,4% milli ára og námu 6,9 milljörðum. Þar af voru tekjur vísar Billboard, Dengsa og BBI, fyrirtækja á auglýsingamarkaði sem Síminn keypti fyrr árinu, um 400 milljónir króna. Félögin þrjú voru að fullu inn í samstæðunni á öðrum fjórðungi.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) jókst um 22,4% milli ára og nam 1,7 milljörðum króna.

Orri Hauksson, fráfarandi forstjóri Símans, segir að tekjur og rekstrarafkoma Símans hafi vaxið með ásættanlegum hætti á öðrum fjórðungi.

„Mikil hreyfing var á fjarskiptamarkaði, sérstaklega í upphafi árs. Þannig gekk ný sala vel hjá Símanum en eins var talsvert um brottfall, sem nú hefur aftur dregið úr í kjölfar markvissra gagnaðgerða varðandi þjónustu og upplifun.“

Mun minni fjárfestingar án Enska boltans

Sýn, keppinautur Símans, tryggði sér í sumar sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni frá tímabilinu 2025/26 til 2027/28. Síminn hefur verið sýningarréttinn frá og með tímabilinu 2019/20 og verður nýhafið tímabil það síðasta sem Síminn tekur að sér í bili.

Í uppgjörskynningu Símans kemur fram að Síminn hafi handsalað samkomulag um endursölu og dreifingu á efni sem inniheldur ensku úrvalsdeildina frá og með haustinu 2025 og því muni viðskiptavinir félagsins áfram geta fylgst með enska boltanum þrátt fyrir að sýningarrétturinn færist.

Síminn segir erfitt að segja nákvæmlega til um hver áhrif breytinganna á afkomu félagsins verða fyrr en það liggur fyrir hvernig endanlegt heildsölusamkomulag verður.

„Tekjur munu lækka en áhrif á afkomu verða væntanlega ekki mikil, þó ljóst sé að fjárfestingar félagsins munu lækka verulega næstu árin,“ segir Orri.