Inn­leiðing Capi­tal Requirements Regulation III (CRR III), nýs reglu­verks Evrópu­sam­bandsins um eigin­fjárkröfur banka, mun lík­lega hafa mun jákvæðari áhrif á ís­lensku bankana en upp­haf­lega var talið. Líkt og Við­skipta­blaðið hefur greint frá mun reglu­verkið lækka áhættu­vegnar eignir (REA) bankanna um á annað hundrað milljarða.

Evrópska banka­eftir­lits­stofnunin (EBA) breytti í byrjun mánaðar viðmiðunar­reglum tengdum CRR III-reglu­verkinu sem munu lík­legast liðka fyrir fleiri milljörðum hjá ís­lensku bönkunum.

Mark­mið CRR III-reglu­verksins, sem verður að öllum líkindum inn­leitt í haust, felst í því að gera eigin­fjárkröfur áhættunæmari og betur í takt við raun­veru­lega áhættu.

Sam­kvæmt upp­gjörum og greiningum ís­lensku bankanna höfðu breytingar á eigin­fjár­hlut­falli fram­kvæmdalána mest áhrif til hækkunar á áhættu­vegum eignum en EBA breytti kröfunum núna í júlí.

Samtök fjár­mála­fyrir­tækja á Ís­landi voru meðal þeirra aðila sem sendu EBA um­sögn síðasta sumar þar sem m.a. var varað við fyrir­hugaðri hækkun á kröfu um eigin­fjár­hlut­fall verk­taka vegna fram­kvæmdalána.

Í reglu­verkinu var upp­haf­lega lagt upp með að hægt yrði að lækka áhættu­vog lán­veitinga til fram­kvæmda úr 150% niður í 100% ef verk­taki myndi leggja fram „veru­legt eigið fé“.

Sam­kvæmt drögum EBA átti þetta „veru­lega eigið fé“ að nema 35% af sölu­verðmæti eignarinnar verið var að fara byggja.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 5.995 kr. á mánuði