Fjármálaeftirlitið var lagt niður þann 1. janúar 2020 og starfsemin sameinuð Seðlabanka Íslands en lög þess efnis voru samþykkt í júní 2019. Markmiðið með sameiningunni var að traust, gagnsæi og skilvirkni við yfirstjórn efnahagsmála og fjármálaeftirlit á Íslandi yrði enn öflugra en áður.

Hagræðing var ekki yfirlýst markmið með sameiningunni, þó að vonir væru bundnar um að slíkt gæti komið fram á seinni stigum.

Árin 2017-2019 nam rekstrarkostnaður beggja stofnanna á verðlagi dagsins í dag milli 7,6-7,7 ma.kr. samanlagt en árið 2020 var rekstrarkostnaður sameinaðrar stofnunar hátt í 8 ma.kr og um 8,2 ma.kr árið 2021, svipað og árin 2015-2016. Árið 2022 var rekstrarkostnaður um 7,9 ma.kr. en það ár var 334 milljóna króna viðbótarkostnaður vegna prentunar á nýjum tíu þúsund króna seðlum. 

Ársverkum hefur fækkað undanfarin ár, ekki síst eftir sameiningu. Árin 2017-2019 voru ársverk í kringum 303-304 samanlagt en þeim hafði fækkað frá 2015-2016. Árið 2020 voru þau orðin 297, 291 árið 2021 og 288 árið 2022. 

Nánar er fjallað um sameiningu Seðlabankans og FME í Viðskiptablaðinu, sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.