Áhrifafjárfestirinn TCS Capital Management hefur byggt upp rúmlega 4% stöðu í Yelp en inni á heimasíðu Yelp má finna dóma um veitingastaði, bílaviðgerðir og iðnaðarmenn, svo fátt eitt sé nefnt, víða um heim.

Áhrifafjárfestirinn TCS Capital Management hefur byggt upp rúmlega 4% stöðu í Yelp en inni á heimasíðu Yelp má finna dóma um veitingastaði, bílaviðgerðir og iðnaðarmenn, svo fátt eitt sé nefnt, víða um heim.

TSC Capital er því nú orðið einn af fimm stærstu hluthöfum Yelp og telur áhrifafjárfestirinn nú vera kominn tími til að selja félagið til annars tækni- eða fjölmiðlafyrirtækis, eða einkafjárfesta.

TSC Capital trúir því að hægt sé að selja Yelp til slíkra aðila fyrir um 70 dali á hlut. Yelp er skráð á markað vestanhafs en við lokun markaða á mánudag, sama dag og Wall Street Journal hóf að fjalla um áformin, stóð gengi hlutabréfa félagsins í um 32,5 dölum á hlut.