Áhrifafjárfestirinn Starboard Value hefur eignast 9% hlut í Tripadvisor en ferðaumsagnafyrirtækið hafnaði yfirtökutilboði frá sama fjárfestinum á síðasta ári. Þetta kemur fram á vef WSJ.

Hlutur fjárfestingarfyrirtækis sem rekið er af Jeff Smith er metinn á rúmlega 160 milljónir dala miðað við markaðsvirði gærdagsins.

Starboard hefur ekki greint frá neinum áætlunum í tengslum við málið en félagið er nú orðið einn af stærstu hluthöfum Tripadvisor. Gert er ráð fyrir að fjárfestingin verði kynnt nánar í tilkynningu af hálfu eftirlitsaðila síðar í dag.

Gengi Tripadvisor hefur lækkað um 17% undanfarið ár og nemur markaðsvirði fyrirtækisins um 1,8 milljörðum dala. Fyrirtækið gerir notendum sínum kleift að skrifa umsagnir um hótel og aðrar ferðaupplifanir.

Tripadvisor sagði í febrúar 2024 að það væri að mynda sérstaka nefnd til að íhuga framtíðarvalkosti ásamt því að selja hlutabréf fyrir 27 dali á hvern hlut. Á síðari hluta ársins tilkynnti félagið að það myndi kaupa út meirihlutaeiganda félagsins, Liberty Tripadvisor Holdings.