Verðbólguálag á skulda­bréfa­markaði hefur haldist afar hátt frá því að peninga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands hóf vaxtalækkunar­ferli sitt í byrjun október í fyrra.

Gunnar Örn Er­lings­son, for­stöðumaður skulda­bréfa­miðlunar hjá Arion banka, bendir á að frá því að vaxtalækkunar­ferlið hófst 2. október hefur eins til fimm ára verðbólguálag hækkað heilt yfir um 50 punkta, meðan stýri­vextir hafa lækkað um 150 punkta.

Að hans mati er það áhyggju­efni að verðbólgu­væntingar hafi verið að aukast hægt og ró­lega frá því að Seðla­bankinn hóf vaxtalækkunar­ferlið sitt.

„Seðla­bankinn horfir auðvitað á fleiri þætti en bara skulda­bréfa­markaðinn, t.d. væntingar heimila og fyrir­tækja, könnun meðal markaðsaðila og fleira. En verðbólguálagið hefur aukist hægt og ró­lega frá því að Seðla­bankinn byrjaði að lækka vexti í október. Það hlýtur að skipta ein­hverju máli fyrir peninga­stefnu­nefnd að verðbólgu­væntingar séu tölu­vert hærri en þegar vaxtalækkunar­ferlið hófst,“ segir Gunnar

Áskrif­endur geta lesið ítar­lega um­fjöllun Við­skipta­blaðsins um verðbólguálag á skulda­bréfa­markaði og yfir­vofandi vaxtaákvörðun Seðla­bankans hér.