Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur haldist afar hátt frá því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hóf vaxtalækkunarferli sitt í byrjun október í fyrra.
Gunnar Örn Erlingsson, forstöðumaður skuldabréfamiðlunar hjá Arion banka, bendir á að frá því að vaxtalækkunarferlið hófst 2. október hefur eins til fimm ára verðbólguálag hækkað heilt yfir um 50 punkta, meðan stýrivextir hafa lækkað um 150 punkta.
Að hans mati er það áhyggjuefni að verðbólguvæntingar hafi verið að aukast hægt og rólega frá því að Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið sitt.
„Seðlabankinn horfir auðvitað á fleiri þætti en bara skuldabréfamarkaðinn, t.d. væntingar heimila og fyrirtækja, könnun meðal markaðsaðila og fleira. En verðbólguálagið hefur aukist hægt og rólega frá því að Seðlabankinn byrjaði að lækka vexti í október. Það hlýtur að skipta einhverju máli fyrir peningastefnunefnd að verðbólguvæntingar séu töluvert hærri en þegar vaxtalækkunarferlið hófst,“ segir Gunnar
Áskrifendur geta lesið ítarlega umfjöllun Viðskiptablaðsins um verðbólguálag á skuldabréfamarkaði og yfirvofandi vaxtaákvörðun Seðlabankans hér.