Air France-KLM hefur ákveðið að auka hlut sinn í skandinavíska flugfélaginu SAS í 60,5% samkvæmt fréttaflutningi Reuters. Ákvörðunin er sögð vera liður í því að sameina fluggeira Evrópu og styrkja stöðu flugfélaga gegn samkeppnisaðilum.

Fransk-hollenska samsteypan tilkynnti í dag að það myndi kaupa út hlut Castlelake og Lind Invest en félagið var áður með 19,9% hlut í SAS.

Steven Zaat, fjármálastjóri Air France-KLM, segir að með hlutaaukningunni býst félagið við því að þéna fleiri milljónir evra og segja sérfræðingar JPMorgan að það sé rík ástæða til að líta á ákvörðun félagsins með jákvæðum augum.

„SAS býður upp á meira aðgengi að svæðum innan Skandinavíu sem eru með ríka landsframleiðslu og gefst nú einnig tækifæri til að opna fyrir enn frekari samþjöppun þar sem SAS verður dótturfélag samstæðunnar.“