Hlutabréfaverð í Airbnb hefur lækkað um 11% á síðustu tólf mánuðum. Á þessu tímabili fór hlutabréfverðið hæst í 170 dollara í mars en síðan hefur það lækkað.

Síðan um miðjan júlí hafa hlutabréfin lækkað úr 150 dollurum í 117.

S&P500 heldur úti vísitölu hótela, gististaða og skemmtiferðaskipa og er Airbnb eina fyrirtækið í þeim flokki, sem hefur lækkað á síðust 12 mánuðum.

Til samanburðar hefur hlutabréfaverð í Hilton-hótelkeðjunni hækkað á 46% þessu tímabili. Booking.com hefur hækkað um 26% og Marriott-keðjan um 14%. Airbnb var skráð á markað síðla árs 2020 og á sér því stutta sögu á hlutabréfamarkaði.

Greinendur, sem Wall Street Journal ræðir við, telja þetta eina af ástæðunum fyrir því hversu félaginu hefur gengið brösuglega upp á síðkastið. Fjárfestar geti einungis skoðað rekstrarupplýsingar nokkur ár aftur í tímann, sem geri þeim erfiðara fyrir með að meta reksturinn heildstætt. Greinendur telja ákveðin kauptækifæri vera í Airbnb í dag.