Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus sér fram á mikinn taprekstur næstu misseri og án aðgerða er framtíð félagsins í hættu samkvæmt bréfi sem Guillaume Faury forstjóri Airbus skrifaði til starfsmanna sinna.

Þar sem áætlunarflug hefur að mesta lagst af víða um hefur eftirspurn eftir nýjum flugvélum að sama skapi nær horfið. Félagið tilkynnti fyrr í apríl að það hyggðist draga úr framleiðslu um þriðjung.

Í bréfi segir Faury að Airbus væri að „blæða lausafé í áður óséðum mæli.“ Starfsmenn fyrirtækisins, sem eru um 135 þúsund, ættu að búa sig undir fjöldauppsagnir svo fyrirtækið gæti lifað kreppuna af.

Airbus hafði náð nokkru forskoti á aðalkeppinaut sinn Boeing vegna vandans sem bandaríska félagið er í vegna 737 MAX vélanna. Boeing hætti um helgina við kaupa á hlut í brasilíska flugvélaframleiðandanum Embraer fyrir 4,2 milljarða dollara.

„Horfur Airbus hafa snúist frá því að vera mjög jákvæðar í mjög neikvæðar. Það er einfaldlega engin eftirspurn eftir flugvélum,“ hefur BBC eftir Greg Waldon hjá flugvefnum Flight Global.

Waldon telur líklegt að stjórnvöld í þeim ríkjum Evrópu sem Airbus er með starfsemi muni tryggja rekstrarhæfi félagsins til framtíðar. Hins vegar megi vera ljóst að fyrirtækið þurfi að skera duglega niður. Airbus verði mun minna í sniðum þegar kreppan líður hjá en það var fyrir kreppuna.

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus sér fram á mikinn taprekstur næstu misseri og án aðgerða er framtíð félagsins í hættu samkvæmt bréfi sem Guillaume Faury forstjóri Airbus skrifaði til starfsmanna sinna.

Þar sem áætlunarflug hefur að mesta lagst af víða um hefur eftirspurn eftir nýjum flugvélum að sama skapi nær horfið. Félagið tilkynnti fyrr í apríl að það hyggðist draga úr framleiðslu um þriðjung.

Í bréfi segir Faury að Airbus væri að „blæða lausafé í áður óséðum mæli.“ Starfsmenn fyrirtækisins, sem eru um 135 þúsund, ættu að búa sig undir fjöldauppsagnir svo fyrirtækið gæti lifað kreppuna af.

Airbus hafði náð nokkru forskoti á aðalkeppinaut sinn Boeing vegna vandans sem bandaríska félagið er í vegna 737 MAX vélanna. Boeing hætti um helgina við kaupa á hlut í brasilíska flugvélaframleiðandanum Embraer fyrir 4,2 milljarða dollara.

„Horfur Airbus hafa snúist frá því að vera mjög jákvæðar í mjög neikvæðar. Það er einfaldlega engin eftirspurn eftir flugvélum,“ hefur BBC eftir Greg Waldon hjá flugvefnum Flight Global.

Waldon telur líklegt að stjórnvöld í þeim ríkjum Evrópu sem Airbus er með starfsemi muni tryggja rekstrarhæfi félagsins til framtíðar. Hins vegar megi vera ljóst að fyrirtækið þurfi að skera duglega niður. Airbus verði mun minna í sniðum þegar kreppan líður hjá en það var fyrir kreppuna.