Airbus hefur tilkynnt að það muni skera niður rúmlega tvö þúsund stjórnunarstöður innan varnar- og geimdeildar fyrirtækisins. Samkvæmt WSJ segir að flugvélaframleiðandinn leiti allra leiða til að draga úr kostnaði.

Af þeim 2.043 stöðugildum sem Airbus mun skera niður munu 1.128 eiga sér stað í geimdeild fyrirtækisins.

Niðurskurðurinn nemur 5% af mannafla deildanna tveggja og mun hafa mest áhrif á starfsemina í Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi.

Airbus segir að það geri ráð fyrir að niðurskurðinum verði lokið um mitt ár 2026 en tekur fram að það muni vinna með aðilum innan vinnumarkaðarins til að takmarka áhrif þeirra sem koma til með að missa störfin.