Airbus tilkynnti í dag að það muni segja upp hátt í 2.500 starfsmönnum sem vinna í varnar- og geimdeild fyrirtækisins. Ákvörðunin er hluti af endurskipulagningu en deildirnar hafa átt í erfiðleikum vegna aukins kostnaðar og samkeppni frá fyrirtækjum eins og SpaceX.

Samkvæmt WSJ samsvarar niðurskurðurinn tæplega 7% af þeim 35.500 starfsmönnum sem starfa hjá deildunum, sem framleiða meðal annars dróna og gervihnetti.

Airbus tilkynnti í dag að það muni segja upp hátt í 2.500 starfsmönnum sem vinna í varnar- og geimdeild fyrirtækisins. Ákvörðunin er hluti af endurskipulagningu en deildirnar hafa átt í erfiðleikum vegna aukins kostnaðar og samkeppni frá fyrirtækjum eins og SpaceX.

Samkvæmt WSJ samsvarar niðurskurðurinn tæplega 7% af þeim 35.500 starfsmönnum sem starfa hjá deildunum, sem framleiða meðal annars dróna og gervihnetti.

Aðgerðin kemur einnig samhliða ákvörðun Boeing um að fækka starfsfólki sínu um 10% og munu hátt í 17 þúsund manns missa vinnuna. Boeing hefur einnig átt í erfiðleikum með að endurreisa stöðu fyrirtækisins og glímir ofan á það við verkfall.

Varnardeild Airbus, sem framleiðir fyrst og fremst dróna og herþotur, hefur einnig upplifað samdrátt í pöntunum frá evrópskum fyrirtækjum. Innrás Rússa í Úkraínu leiddi til að mynda til aukinnar eftirspurnar eftir búnaði eins og skriðdrekum og stórskotabúnaði, sem Airbus framleiðir ekki.