Héraðssaksóknari hefur ákært þrjá menn fyrir að kveikja í Teslu-rafbíl lögreglumanns á Rekagranda í Reykjavík í ágúst 2023.
Samkvæmt frétt RÚV krefst lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þess að mennirnir greiði embættinu rúmlega hálfa milljón króna.
Tryggingarfélagið Vörður fer jafnframt fram á að mennirnir greiði sér 2.745.000 krónur og málskostnað.
Einn maðurinn er ákærður fyrir að reyna að kveikja í bílnum en íkveikjan tókst ekki á meðan annar er ákærður annar er ákærður fyrir að skipuleggja verknaðinn og að hafa tekist ásamt öðrum að kveikja í bílnum að morgni 17. ágúst 2023.
Tesla-bifreiðan er sögð hafa eyðilagst í kjölfarið.