Sam­kvæmt svörum fjár­mála­ráðu­neytisins við fyrir­spurn Við­skipta­blaðsins liggur á­kvörðun ekki fyrir um hvort eftir­standandi hlutur ríkisins í Ís­lands­banka verður seldur fyrir árs­lok.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur í sam­starfi við fjár­mála- og lög­fræði­ráð­gjafa ráðu­neytisins unnið að undir­búningi sölunnar og stóðu væntingar til að ferlið myndi hefjast á næstu vikum.

Ríkið á um 850 milljón hluti í Ís­lands­banka sem sam­svarar um 42,5% hlut en til stóð að selja um helming allra hluta ríkisins fyrir árs­lok. Eftir­standandi hlutur yrði síðan seldur á næsta ári.

Sam­kvæmt svörum fjár­mála­ráðu­neytisins við fyrir­spurn Við­skipta­blaðsins liggur á­kvörðun ekki fyrir um hvort eftir­standandi hlutur ríkisins í Ís­lands­banka verður seldur fyrir árs­lok.

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur í sam­starfi við fjár­mála- og lög­fræði­ráð­gjafa ráðu­neytisins unnið að undir­búningi sölunnar og stóðu væntingar til að ferlið myndi hefjast á næstu vikum.

Ríkið á um 850 milljón hluti í Ís­lands­banka sem sam­svarar um 42,5% hlut en til stóð að selja um helming allra hluta ríkisins fyrir árs­lok. Eftir­standandi hlutur yrði síðan seldur á næsta ári.

Miðað við nú­verandi markaðs­gengi Ís­lands­banka er eignar­hlutur ríkisins tæp­lega 100 milljarða króna virði.

Eins og Við­skipta­blaðið sagði frá í byrjun vikunnar hefur skulda­bréfa­markaðurinn verið fremur ró­legur eftir stjórnar­slitin og hafa verð­bólgu­á­lag til skamms tíma lækkað ör­lítið á mánu­daginn en hefur síðan hækkað smá­vægi­lega síðustu tvo daga.

Hins vegar er ljóst að nái ríkið ekki að selja um tuttugu prósenta hlut sinn í bankanum á næstu mánuðum þarf ríkis­sjóður að leita annarra leiða til að mæta fjár­þörf.

Á­kveði ríkið að fresta sölunni fram á næsta ár má á­ætla að fjár­lagatap ríkis­sjóðs verði um 45 milljarðar króna en sam­kvæmt sér­fræðingum á skulda­bréfa­markaði mun ríkið að öllum líkindum mæta því með sölu á ríkis­víxlum fremur en út­gáfu á ó­verð­tryggðum eða verð­tryggðum ríkis­skulda­bréfum.

Ró­legt hefur verið á hluta­bréfa­mörkuðum frá því að Bjarni Bene­dikts­son for­sætis­ráð­herra til­kynnti um stjórnar­slit á sunnu­daginn.

Hluta­bréfa­verð Ís­lands­banka hækkaði um 3,5% á mánu­daginn og fór úr 114 krónum í 117 krónur. Gengið hefur síðan þá lækkað um rúm 2% og stendur í 114,5 krónum þegar þetta er skrifað.