Alþjóðlega lánshæfisfyrirtækið Moody‘s tilkynnti á föstudagskvöld um að það hefði ákveðið að lækka lánshæfiseinkunn franska ríkisins úr Aa3 í Aa2.

Ávöxtunarkrafa 10 ára franskra ríkisskuldabréfa hefur hækkaði um allt að 0,02 prósentustig í fyrstu viðskiptum í morgun, að því er segir í umfjöllun Financial Times. Ávöxtunarkrafann stendur í 3,032% þegar fréttin er skrifuð.

Aftur á móti hefur ávöxtunarkrafa 10 ára þýskra ríkisskuldabréfa lækkað um tæplega 0,01 prósentustig og stendur nú í 2,24%.

Í tilkynningu Moody‘s kom m.a. fram að afkomuhorfur franska ríkissjóðsins hefðu versnað eftir að ríkisstjórn Michel Barnier sprakk fyrr í mánuðinum vegna fjárlagafrumvarps sem fól í sér töluvert aðhald. Greinandi Moody‘s sagði að upplausn í stjórnarfari Frakklands sé líklegt til að hamla aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármálum.

Frá forsætisráðherraskiptum á föstudaginn. Michel Barnier, fyrrverandi forsætisráðherra Frakkalands, og eftirmaður hans, François Bayrou.
© epa (epa)