Landsbankinn hefur gefið út sértryggð skuldabréf í evrum. Gefin voru út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra til fimm ára og bera 4,25% fasta vexti. Útboð bréfanna fór fram á kjörum jafngilda 90 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.

Þetta er í fyrsta sinn sem bankinn gefur út sértryggð bréf í evrum en Arion og Íslandsbanki hafa áður staðið að slíkri útgáfu. Í september í fyrra gaf Íslandsbanki slík bréf fyrir um 300 milljónir evra og kjörum sem jafngilda 70 punkta álagi yfir millibankavöxtum í evrum. Fyrir ári gaf svo Arion út sér­tryggð skulda­bréf í evr­um að upp­hæð 200 millj­ón­ir evra. Arion bréfin voru seld með 37 punkta álagi á millibankavexti.