Álframleiðandinn Alcoa, sem m.a. rekur álver á Reyðarfirði, hefur gengið frá 1,1 milljarða dala sölu á fjórðungshlut sínum í námustarfsemi í Sádi-Arabíu.

Álframleiðandinn Alcoa, sem m.a. rekur álver á Reyðarfirði, hefur gengið frá 1,1 milljarða dala sölu á fjórðungshlut sínum í námustarfsemi í Sádi-Arabíu.

Kaupandinn er Sádi-arabíska námufélagið Ma‘aden en umrætt félag átti fyrir 75% hlut og á því nú námustarfsemina að fullu.

Alcoa fær 150 milljónir dala í reiðufé í sinn hlut auk 86 milljón hluta í Ma‘aden, að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Reiknað er með að viðskiptin verði endanlega frágengin á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Alcoa hyggst halda í hlutina sem það fær í Ma‘aden í a.m.k. þrjú ár en eftir afhendingu bréfanna mun Alcoa eiga um 2% hlut í félaginu.