Álrisinn Alcoa, sem m.a. rekur álver hér á landi, hefur lagt fram 2,2 milljarða dala kauptilboð í ástralska námufélagið Alumina en félögin eiga þegar í nánu samstarfi.

Álrisinn Alcoa, sem m.a. rekur álver hér á landi, hefur lagt fram 2,2 milljarða dala kauptilboð í ástralska námufélagið Alumina en félögin eiga þegar í nánu samstarfi.

Með þessu freistar Alcoa þess að styrkja stöðu sína sem einn stærsti báxít- og súrálsframleiðandi heims.

Stjórn Alumina ráðleggur hluthöfum sínum að samþykkja tilboðið en Alcoa bauð í nokkur skipti í ástralska félagið áður en því tókst loks að sannfæra stjórnina um að mæla með samþykki.

Í fréttatilkynningu sagði Alcoa að kaupin geri félagið minna háð öðrum og geri það jafnframt minna næmt fyrir sveiflum hrávöruverðs.