Alcoa Fjarðar­ál hefur stefnt Eim­skipi og Sam­skipum vegna meints tjóns í tengslum við sakar­efni í á­kvörðun Sam­keppnis­eftir­litsins í fyrra, sem komst að þeirri niður­stöðu að skipa­fé­lögin hafi stundað sam­ráð á árunum 2008-13.

Sam­skip hafa neitað því harð­lega að hafa staðið í samráði og kært á­kvörðunina til á­frýjunar­nefndar Sam­keppnis­mála.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu Eim­skips byggir Alcoa tjón sitt al­farið á minnis­blaði ráð­gjafa­fyrir­tækisins Analyti­ca ehf., sem inni­heldur svo­nefnt frum­mat, frá 21. febrúar 2024.

Alcoa Fjarðar­ál hefur stefnt Eim­skipi og Sam­skipum vegna meints tjóns í tengslum við sakar­efni í á­kvörðun Sam­keppnis­eftir­litsins í fyrra, sem komst að þeirri niður­stöðu að skipa­fé­lögin hafi stundað sam­ráð á árunum 2008-13.

Sam­skip hafa neitað því harð­lega að hafa staðið í samráði og kært á­kvörðunina til á­frýjunar­nefndar Sam­keppnis­mála.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu Eim­skips byggir Alcoa tjón sitt al­farið á minnis­blaði ráð­gjafa­fyrir­tækisins Analyti­ca ehf., sem inni­heldur svo­nefnt frum­mat, frá 21. febrúar 2024.

Alcoa krefst skaða­bóta að fjár­hæð 3.086.000.000 króna, auk dráttar­vaxta frá 24. maí 2024, ó­skipt úr hendi fé­laganna vegna meints tjóns.

Í Kauphallartilkynningunni er einnig tekið fram að Eim­skip hafi einnig fengið ráð­gjafa­fyrir­tækið Hag­rann­sóknir sf., sem fræði­mennirnir dr. Birgir Þór Runólfs­son dósent og deildar­for­seti Hag­fræði­deildar Há­skóla Ís­lands og dr. Ragnar Árna­son prófessor emeritus standa að, til yfir­farið um­rætt minnis­blað og unnið skýrslu um efni þess.

Líkt og Við­skipta­blaðið hefur fjallað um er reikni­villa í minnis­blaðinu en Analytica þurfti einnig að gefa sér fjöl­margar for­sendur að beiðni Fé­lags at­vinnu­rek­enda, Neyt­enda­sam­takanna og VR sem borguðu fyrir vinnuna.

Ein stærsta for­sendan sem Analytica þurfti að gefa sér er sú að fyrirtækið fékk engar upp­lýsingar um verð­þróun Eim­skips á tíma­bilinu 2008 til 2013. Því þurfti Analytica að gefa sér að verð Eimskips hafi þróast með sama hætti og verð Samskipa.

Töluverð gagnrýni á álitið

Sem fyrr segir fékk Fé­lag at­vinnu­rek­enda, Neyt­enda­sam­tökin og VR ráð­gjafar­fyrir­tækið Analyti­ca til að meta tjón lands­manna, beinna og ó­beinna við­skipta­vina og verð­tryggðra skuldara af völdum meints sam­ráðs skipa­fé­laganna Eim­skips og Sam­skips á árunum 2008- 2013.

Fé­lögin þrjú óskuðu sér­stak­lega eftir því að matið yrði byggt á á­kvörðun Sam­keppnis­eftir­litsins gegn Sam­skipum sem skipa­fé­lagið hefur kært til á­frýjunar­nefndar Sam­keppnis­mála.

Niður­staðan var sú sam­fé­lags­legt tjón af meintu sam­ráði væri 62 milljarðar og sendu fé­lögin upp­hæðina á fjöl­miðla á­samt hvatningu til allra við­skipta­vina skipa­fé­laganna um að skoða mögu­leikann á skaða­bóta­máli. Alcoa Fjarðarál hefur nú orðið við þeirri beiðni.

Margir ráku stór augu þegar frummatið var birt enda upp­hæðin mjög há.

Ráð­gjafar­fyrir­tækið sjálft setur þó­nokkra var­nagla í á­litið sem Analyti­ca tekur skýrt fram að sé einungis frum­mat.

Í sam­tali við Við­skipta­blaðið, sagði Yngvi Harðar­son, fram­kvæmda­stjóri og stofnandi Analyti­ca, að fyrir­tækið þurfti að vinna frum­matið eftir á­kveðnum for­sendum.

„Við vorum bara beðin um að miða við gögn sem mætti finna í þessari skýrslu [á­kvörðun SKE] og það er náttúru­lega bara for­senda okkar greiningar að þau gögn séu rétt,“ sagði Yngvi.

Ein þeirra for­senda sem grein­endur Analyti­ca þurftu að gefa sér sökum gagna­skorts er sú að verð­lagning Eim­skips hafi þróast eins og hjá Sam­skipum þar sem Analyti­ca hafði ekki upp­lýsingar um verð­lagningu Eim­skips við gerð frum­matsins.

Í kæru Sam­skipa til á­frýjunar­nefndar Sam­keppnis­mála er Sam­keppnis­eftir­litið harð­lega gagn­rýnt fyrir að taka ekki til­liti til gengis­breytinga á evru og krónu eftir efna­hags­hrunið 2008. Sjó­flutnings­verð í evrum lækkaði á meintu sam­ráðs­tíma­bili en hækkaði í krónum vegna gengis­hruns. Slíkar gengis­breytingar eru því ekki hluti af útreikningum á óbeinu tjóni landsmanna.

„Sam­keppnis­eftir­litið lítur al­farið fram hjá þeirri stað­reynd að árið 2008 varð efna­hags­hrun á Ís­landi þar sem ís­lenska krónan féll um 50% á að­eins nokkrum mánuðum,” segir í stjórn­sýslu­kæru Sam­skipa vegna ákvörðunar SKE sem unnið var eftir.

Eim­skip fékk í vor Ragnar Árna­son, prófessor Emeritus í hag­fræði við Há­skóla Ís­lands, til að fara yfir frum­matið en hann kemst að þeirri niður­stöðu að al­var­leg reikni­villa sé í út­reikningum á svo­kölluðu allra tapi (e. Dea­dweig­ht loss).

Sam­kvæmt út­reikningum Analyti­ca er á­ætlað að allratapið væri um 3,7 milljarðar króna.

Í upp­gjöri Eim­skips segir að Ragnar hafi farið yfir frum­matið og komist að þeirri niður­stöðu að þrátt fyrir að farið sé eftir öllum for­sendum Sam­keppnis­eftir­litsins er allratapið ekki nema 122 milljónir króna í stað 3,7 milljarða.

Í árs­hluta­upp­gjöri Eim­skips, líkt og var gert í um­fjöllun Við­skipta­blaðsins í apríl, er bent á það að á­kvörðun Sam­keppnis­eftir­litsins tekur ekki til­lit til gengis­breytinga og því er gengis­hrun krónunnar eftir hrun ekki með í myndinni þegar verð­hækkanir í evrum eru reiknaðar.

Upphafspunkturinn sem var notaður til að sýna verðlækkanir í „bulk-flutningum” erlendis í skýrslu Analytica.

Eim­skip bendir á í uppgjöri sínu í vor að krónan veiktist um 86% gagn­vart evru árið 2008 og því ekki skrýtið að sjó­flutnings­verð í evrum hækki í krónum talið.

Eim­skip bendir einnig á þá stað­reynd að þar sem VR, FA og Neyt­enda­sam­tökin kröfðust þess að einungis yrði stutt við á­kvörðun SKE gegn Sam­skipum er því ekkert að finna um verð­lagningu Eim­skips í frum­matinu.

Analyti­ca þurfti því vegna gagna­skorts að gefa sér að verð­lagning Eim­skips hafi þróast eins og hjá Sam­skipum.

Eim­skip bendir á að þegar kemur að gáma­flutningum ræðst verð oft af til­boðum og samningum sem geta verið oft mun betri en opin­ber gjald­skrá gefur til kynna.

Þá eru einnig sett stór spurninga­merki við það að bera saman sjó­flutnings­verð í gáma­flutningum við Baltic Dry vísi­töluna sem Eim­skip segir að mæli allt annan markað.

Vísi­talan mælir kostnað við „bulk-flutninga” á kolum, járn­grýti- og korni sem á afar lítið við ís­lensku skipa­fé­lögin.