Íslenska útgáfufélagið Alda Music var selt til til Universal Music Group á síðasta ári 12 milljónir dala, eða sem nemur 1,7 milljörðum króna á gengi dagsins, samkvæmt heimildum Innherja.

Um 6,5 milljónir dala eða helmingur kaupverðsins var greiddur við undirritun samningsins en restin af fjárhæðinni er háður frammistöðutengdum mælikvörðum til ársins 2024. Heimildir Innherja herma að núverandi áætlanir gefi til kynna að kaupverðið verði í kringum 12 milljónir dala.

Alda Music var stofnuð árið 2016 af tónlistarmönnunum Sölva Blöndal og Ólafi Arnalds ásamt fleirum. Þegar viðskiptin voru tilkynnt i fyrra kom fram að Sölvi myndi áfram stýra starfsteymi Öldu auk þess að leiða samruna fyrirtækisins við Universal.

Sölvi var stærsti hluthafi Öldu með 35,7% hlut samkvæmt síðasta ársreikningi móðurfélags Öldu. Reynir Harðarson, einn af stofnendum CCP, var næst stærstur með 31,7% hlut, Jón Gunnar Jónsson átti 18,7% og Ólafur Arnalds fór með 13,9% hlut.